Upptaka af málþingi um krabbameinsáætlun

Krabbameinsfélagið stóð fyrir málþingi 21. maí 2022 sem bar heitið „Krabbameinsáætlun - á áætlun?". Húsfylli var á málþinginu og fyrirlesarar voru sammála um mikilvægi áætlunarinnar varðandi allan árangur tengdan krabbameinum í framtíðinni.

Upptöku frá málþinginu má nálgast hér:

https://www.youtube.com/watch?v=M9TL3blnPZU&t=6408s

DAGSKRÁ:

 • Íslensk krabbameinsáætlun: Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, læknir og formaður ráðgjafarhóps sem skipaður var árið 2013 vegna vinnu við gerð krabbameinsáætlunar
 • Krabbamein á Íslandi – staðan í dag: Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
 • Framfaraskref: Katrín Hilmarsdóttir, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
 • En þarf krabbameinsáætlun? Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
 • Áhrif krabbameinsáætlana í Danmörku: Hans H. Storm, yfirlæknir hjá danska krabbameinsfélaginu
 • Gagnsemi krabbameinsáætlana frá sjónarhóli:
  • heilbrigðisráðuneytisins: Guðlaug Einarsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
  • Landspítala: Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
  • landlæknis: Alma Dagbjört Möller, landlæknir

Var efnið hjálplegt?