Skilaboð frá Mottumars

Meginmarkmið Mottumars er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum.

Mottumars

Skemmtilegt og fræðandi myndband sem ætlað er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum og ráðgjöf fyrir karlmenn. 

Það er komið að því. MOTTUMARS. Mánuðurinn helgaður baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Mottumars gegnir tvíþættu hlutverki. Annars vegar er það fræðslu- og árvekniátak og þá er það sviðsljós sem skapast í mars nýtt til að koma mikilvægum skilaboðum til sem flestra. Hins vegar er það fjáröflunarátak sem skiptir gríðarlegu máli fyrir starfsemi Krabbameinsfélagsins. 

Og hér eru mikilvæg skilaboð frá Mottumars 2021 til þín, fjölskyldunnar, vinahópsins og vinnufélaganna.

https://www.youtube.com/watch?v=E6RyI7Y1hKQ&t=308s


Var efnið hjálplegt?