Guðmundur Pálsson 26. maí 2021

Evrópska krabba­meins­vikan: Að greinast með krabba­mein

Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og erfitt getur verið að finna aftur jafnvægi í lífinu við hinar breyttu aðstæður.

Krabbameinsmeðferð reynir á, hvort sem það er skurðaðgerð, lyfjameðferð eða geislameðferð og oft þarf að beita fleiri en einni tegund meðferða.

Við krabbameinsgreiningu getur lífið tekið stakkaskiptum á einu augabragði og áskoranir daglegs lífs gjörbreytast. Flestir upplifa greininguna sem mikið áfall og margir upplifa töluverða vanlíðan í kjölfarið. Kvíði, ótti og depurð eru meðal tilfinninga sem margir upplifa þegar erfiðar hugsanir fara að sækja á hugann. Þetta getur gert það að verkum að fólk á erfitt með svefn og upplifir mikla þreytu sem getur einnig komið niður á einbeitingu og minni. Auknar skapsveiflur geta gert vart við sig og jafnvel haft áhrif á samskipti við fjölskyldu og vini.

Krabbameinsgreiningin hefur ekki einungis áhrif á þann sem hana fær heldur hefur hún einnig áhrif á alla sem standa þeim einstaklingi næst. Aðstandendur hafa oft og tíðum miklar áhyggjur af veikindum ástvinar síns og þurfa oftar en ekki að taka að sér aukna ábyrgð þegar aukaverkanir meðferða fara að gera vart við sig. Þetta getur orsakað mikla vanlíðan og  geta aðstandendur því upplifað allt það sem talið er upp hér að ofan rétt eins og sá sem er greindur.

Ef við upplifum vanlíðan er mikilvægt að tala um hana og leita sér stuðnings. Fyrir flesta er fjölskylda og vinir sá stuðningur sem reynist best en einnig er hægt að leita sér faglegrar aðstoðar.

Við hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins erum til taks og veitum ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fyrir aðstandendur þeirra. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er boðið upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein. Við erum við símann alla virka daga frá kl. 9-16 í síma 800 4040 en einnig er hægt að senda á okkur fyrirspurn á radgjof@krabb.is. Einnig er boðið uppá ráðgjöf á landsbyggðinni.


Nú stendur yfir krabbameinsvika evrópskra krabbameinsfélaga. (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.

 


Fleiri nýir pistlar

15. des. 2023 : Jólamolar Krabba­meins­félagsins 2023

Njótum hátíðanna, hlúum að okkur og höfum það notalegt. Hér finnur þú slökun og hugleiðslu, gagnleg og góð ráð um hvernig hægt er að njóta jólakræsinganna á skynsaman máta og hvatningu til að búa til jólahreyfihefðir með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira

14. des. 2023 : Bleikasta slaufan sló í gegn

Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir, hönnuðir Bleiku slaufunni 2023, afhentu Krabbameinsfélaginu 13.475.000 krónur sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Fylgstu með brjóstunum og þekktu einkennin

Því fyrr sem brjóstakrabbamein finnst, því líkegri er góður árangur af meðferð. Fylgstu vel með brjóstum og handarkrikum. Skoðaðu og þreifaðu reglulega.

Lesa meira

5. júl. 2023 : Ekki láta blekkjast á ,,sólarlausum” og köldum sumardögum

Ímyndaðu þér sumardag á Íslandi. Veðrið getur verið ýmiskonar ekki satt? Ef úti er bongóblíða, heiðskír himinn og glampandi sól leiðirðu hugann kannski nokkuð sjálfkrafa að sólarvörnum; berð á þig sólkrem og notar flíkur og höfuðfat til að verja þig. (Ef þetta er ekki lýsandi fyrir þig á sólardögum hvetjum við þig til að kynna þér mikilvægi sólarvarna!).

Lesa meira

3. júl. 2023 : Góð ráð við grillið

Fátt er skemmtilegra en að grilla með fjölskyldu eða góðum vinum í góðu veðri. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.

Lesa meira