Guðmundur Pálsson 26. maí 2021

Evrópska krabba­meins­vikan: Að greinast með krabba­mein

Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og erfitt getur verið að finna aftur jafnvægi í lífinu við hinar breyttu aðstæður.

Krabbameinsmeðferð reynir á, hvort sem það er skurðaðgerð, lyfjameðferð eða geislameðferð og oft þarf að beita fleiri en einni tegund meðferða.

Við krabbameinsgreiningu getur lífið tekið stakkaskiptum á einu augabragði og áskoranir daglegs lífs gjörbreytast. Flestir upplifa greininguna sem mikið áfall og margir upplifa töluverða vanlíðan í kjölfarið. Kvíði, ótti og depurð eru meðal tilfinninga sem margir upplifa þegar erfiðar hugsanir fara að sækja á hugann. Þetta getur gert það að verkum að fólk á erfitt með svefn og upplifir mikla þreytu sem getur einnig komið niður á einbeitingu og minni. Auknar skapsveiflur geta gert vart við sig og jafnvel haft áhrif á samskipti við fjölskyldu og vini.

Krabbameinsgreiningin hefur ekki einungis áhrif á þann sem hana fær heldur hefur hún einnig áhrif á alla sem standa þeim einstaklingi næst. Aðstandendur hafa oft og tíðum miklar áhyggjur af veikindum ástvinar síns og þurfa oftar en ekki að taka að sér aukna ábyrgð þegar aukaverkanir meðferða fara að gera vart við sig. Þetta getur orsakað mikla vanlíðan og  geta aðstandendur því upplifað allt það sem talið er upp hér að ofan rétt eins og sá sem er greindur.

Ef við upplifum vanlíðan er mikilvægt að tala um hana og leita sér stuðnings. Fyrir flesta er fjölskylda og vinir sá stuðningur sem reynist best en einnig er hægt að leita sér faglegrar aðstoðar.

Við hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins erum til taks og veitum ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fyrir aðstandendur þeirra. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er boðið upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein. Við erum við símann alla virka daga frá kl. 9-16 í síma 800 4040 en einnig er hægt að senda á okkur fyrirspurn á radgjof@krabb.is. Einnig er boðið uppá ráðgjöf á landsbyggðinni.


Nú stendur yfir krabbameinsvika evrópskra krabbameinsfélaga. (European week against cancer). Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.

 


Fleiri nýir pistlar

21. mar. 2022 : Hvað borða Íslendingar og hvernig fer það saman við ráðleggingar um mataræði til að draga úr líkum á krabbameinum?

Ný landskönnun sýnir að á 10 árum hefur mataræði landsmanna tekið breytingum sem sumar eru jákvæðar á meðan annað mætti bæta. 

Lesa meira

16. jún. 2021 : Eðli og mikilvægi leghálsskimunar

Undanfarið hefur verið mikil umræða um skimun fyrir leghálskrabbameini og getur verið áhugavert að kynna sér eðli og mikilvægi leghálsskimunar. 

Lesa meira

2. jún. 2021 : Með góðum sól­vörnum má koma í veg fyrir flest húð­krabba­mein

Passaðu upp á þig og þína í sólinni!

Lesa meira

31. maí 2021 : Einsettu þér að hætta tóbaksnotkun

Í dag er alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn. Af því tilefni hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hrint úr vör árslangri alþjóðlegri herferð með nafnið  ,,Einsettu þér að hætta“ - "Commit to quit".

Lesa meira

30. maí 2021 : Evrópska krabba­meins­vikan: Meira en 100 ástæður til að hætta notkun tóbaks

Tóbak eykur líkur á mörgum tegundum krabbameina og ýmsu öðru heilsutjóni og dregur 8 milljónir manna til dauða á hverju ári. 

Lesa meira