Brjósta­krabbameins­leit

Brjóstakrabbamein má greina áður en einkenni koma fram með röntgenmyndatöku af brjóstum og fleiri rannsóknum.

Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því ólíklegra er að meinið hafi náð að dreifa sér og því meiri eru líkur á lækningu. Ef þú finnur hnút eða önnur einkenni sem bent geta til krabbameins er mikilvægt að leita til læknis. Einnig er hægt að leita ráða hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans eða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 

Fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum í brjóstum og framhaldsskoðana:

Í upphafi árs 2021 tók Landspítalinn, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri, við skimunum fyrir krabbameini í brjóstum, samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra frá 2019 um breytt fyrirkomulag skimana.

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulagið, tímapantanir og fleira má fá á nýrri upplýsingasíðu samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 

Brjóstamyndatakan fer fram á Brjóstamiðstöð Landspítalans, Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi.



Ávinningur og áhætta vegna skimunar fyrir brjósta­krabba­meini

Skimun (skipulögð hópleit) fyrir brjóstakrabbameini byggir á því að skoða þarf mikinn fjölda heilbrigðra kvenna til að finna megi brjóstakrabbamein hjá nokkrum þeirra svo reyna megi að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum sjúkdómsins.

Sýnt hefur verið fram á að skimun fyrir brjóstakrabbameini leiðir til þess að færri konur deyja úr sjúkdómnum. 

Lesa meira

Bæklingar og ítarefni um brjóstakrabbamein

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á Íslandi en er sjaldgæft hjá karlmönnum. Á hverju ári greinast rúmlega tvöhundruð konur og tveir karlmenn með brjóstakrabbamein. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?
Var efnið hjálplegt?