Brjósta­krabbameins­leit

Brjóstakrabbamein má greina áður en einkenni koma fram með röntgenmyndatöku af brjóstum og fleiri rannsóknum.

Fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum í brjóstum og framhaldsskoðana:

Í upphafi árs 2021 tók Landspítalinn, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri, við skimunum fyrir krabbameini í brjóstum, samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra frá 2019 um breytt fyrirkomulag skimana.

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulagið, tímapantanir og fleira má fá á nýrri upplýsingasíðu samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 

Brjóstamyndatakan fer fram á Brjóstamiðstöð, Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi.


Ávinningur og áhætta vegna skimunar fyrir brjósta­krabba­meini

Skimun (skipulögð hópleit) fyrir brjóstakrabbameini byggir á því að skoða þarf mikinn fjölda heilbrigðra kvenna til að finna megi brjóstakrabbamein hjá nokkrum þeirra svo reyna megi að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum sjúkdómsins.

Sýnt hefur verið fram á að skimun fyrir brjóstakrabbameini leiðir til þess að færri konur deyja úr sjúkdómnum. 

Lesa meira

Skimun fyrir brjósta­krabbameini

Með röntgenmyndatöku af brjóstum, brjóstamyndun, er oft unnt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.

Lesa meira

Bæklingar og ítarefni um brjóstakrabbamein

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á Íslandi en er sjaldgæft hjá karlmönnum. Á hverju ári greinast rúmlega tvöhundruð konur og tveir karlmenn með brjóstakrabbamein. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?