• Dagatal
    Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar

Dagskrá Ráð­­gjafar­þjónustu Krabba­­meins­félags­ins 22.-26. janúar 2018

  • 22.1.2018, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Kynntu þér fjölbreytta dagskrá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur að geyma ýmis námskeið, fyrirlestra og fleira. Ráðgjafarþjónustan er til húsa að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Sími: 800 4040, netfang: radgjof@krabb.is

NÁMSKEIÐ: HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ (HAM)

Hefst þriðjudaginn 23. janúar kl. 14:00-16:00. Vikulega í 4 skipti. 

Námskeiðið er kennt vikulega í fjögur skipti og er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum. Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan.

Leiðbeinandi er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.


HÁDEGISFYRIRLESTUR: ÁHRIF NÆRINGAR OG LÍFSSTÍLS Á HEILSU

Miðvikudaginn 24. janúar kl. 12:00-12:50.

Miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Heiða Björk Sturludóttir kennari, næringþerapisti o.fl. mun í erindi sínu fjalla um mikilvægi meltingarinnar og áhrif næringar og lífsstíls á andlega og líkamlega heilsu.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og viðbit frá Mjólkursamsölunni.

Allir velkomnir!


NÁMSKEIÐ: FERÐALAG INN Í KYRRÐINA

Fimmtudaginn 25. janúar kl. 16:30-17:30.

Námskeiðið „Ferðalag inn í kyrrðina” hefst fimmtudaginn 25. janúar kl.16:30 – 17.30og verður vikulega í fjögur skipti og er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á hugleiðslu og djúpslökun með aðferðum Jóga nidra. Einnig mun tónheilun koma við sögu.

Hver sem er getur stundað þessa tegund af jóga því aðferðin er í raun áreynslulaus streitulosun þar sem þátttakendur liggja út af á meðan þeir eru leiddir inn í hugleiðslu og djúpslökun.

Ávinningurinn af Jóga Nídra getur verið aukið úthald og viðnám gegn streitu. Einnig bættur svefn, minni kvíði og almenn líkamleg og andleg vellíðan.

Leiðbeinendur: Þórey Viðarsdóttir, jógakennari og tónheilari og Laufey Steindórsdóttir, jógakennari og hjúkrunarfræðingur.


VIKULEGIR FASTIR VIÐBURÐIR

Mánudagar til föstudaga

  • 08:30-16:00 - Kraftur. Opin skrifstofa.
  • 13:00-15:00 - Símaraðgjöf. Sími 800 4040. Hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur eða félagsráðgjafi svarar í síma.

Þriðjudagar

Miðvikudagar

  • 11:30-12:00 - Hópslökun
  • 13:00-13:30 - Samtal um réttindamál, allir velkomnir!

Fimmtudagar

  • 13:00-15:00 - Handavinnuhorn og bókakaffi.

Var efnið hjálplegt?