Hádegis­fyrir­lestur: Áhrif nær­ingar og lífs­stíls á heilsu

  • 24.1.2018, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 24. janúar 2018 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Heiða Björk Sturludóttir kennari, næringarþerapisti o.fl. mun í erindi sínu fjalla um mikilvægi meltingarinnar og áhrif næringar og lífsstíls á andlega og líkamlega heilsu.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og viðbit frá Mjólkursamsölunni.

Allir velkomnir!

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl.9-18 og föstudaga kl.9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?