Námskeið: Ferðalag inn í kyrrðina

  • 1.2.2018, 16:30 - 17:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Námskeiðið „Ferðalag inn í kyrrðina” hefst fimmtudaginn 25. janúar kl.16:30 – 17.30 og verður vikulega í fjögur skipti og er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á hugleiðslu og djúpslökun með aðferðum Jóga nidra. Einnig mun tónheilun koma við sögu.

Hver sem er getur stundað þessa tegund af jóga því aðferðin er í raun áreynslulaus streitulosun þar sem þátttakendur liggja út af á meðan þeir eru leiddir inn í hugleiðslu og djúpslökun.

Ávinningurinn af Jóga Nídra getur verið aukið úthald og viðnám gegn streitu. Einnig bættur svefn, minni kvíði og almenn líkamleg og andleg vellíðan.

Leiðbeinendur: Þórey Viðarsdóttir, jógakennari og tónheilari og Laufey Steindórsdóttir, jógakennari og hjúkrunarfræðingur.

Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040 . Þátttökugjald er 3.000 kr.

steinar


Var efnið hjálplegt?