Ný rödd

Félagið var stofnað 20. desember 1980.

Ný rödd eru samtök fólks sem hefur misst raddbönd vegna krabbameins. 

Félagsmenn: Um 20.

Netfang: nyrodd@krabb.is
Vefsíða: www.krabb.is/nyrodd

Stjórn kosin á aðalfundi 3. mars 2015:

  • Formaður: Ragnar Davíðsson, Gnoðavogi 74, 104 Reykjavík, sími: 693 1426ragnar@rikiskaup.is
  • Meðstjórnandi: Jón Erlendur Guðmundsson
  • Meðstjórnandi: Stefán Kr. Sverrisson

Starfsemi 2015-2016

Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins. Heimsóknir til sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir og jafningjafræðsla eru fastir liðir í starfseminni, en gott samstarf hefur tekist á milli félagsins og háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítalans, sem og talmeinafræðinga. Félagsfundir eru haldnir með líku sniði og fyrri ár og fundað að jafnaði á tveggja mánaða fresti. Ný rödd hefur notið velvildar krabbameinsfélaganna og tekið þátt í formannafundi og aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands.

Fulltrúar frá Nýrri rödd hafa í gegnum tíðina sótt norrænnar ráðstefnur systurfélaga sinna á Norðurlöndum þar sem kynntar eru helstu nýjungar í hjálpartækjum barkakýlislausra auk þess sem rætt er um framfarir í lækningum og aðgerðum sem vænta má á næstu árum.

Á aðalfundi í mars 2015 var samþykkt að sækja um aðild að Öryrkjabandalagi Íslands sem var samþykkt á aðalfundi ÖBÍ í október sama ár og er Ný rödd nú aðili að þeim samtökum.

Ragnar Davíðsson

Starfsemi 2014-2015


Ný rödd er stuðningsfélag þeirra sem misst hafa raddbönd og barkakýli vegna krabbameins. Heimsóknir til sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir og jafningjafræðsla eru fastir liðir í starfseminni, en gott samstarf hefur tekist á milli félagsins og háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítalans, sem og talmeinafræðinga. Félagsfundir eru haldnir með líku sniði og fyrri ár og fundað að jafnaði á tveggja mánaða fresti. Ný rödd hefur notið velvildar krabbameinsfélaganna og tekið þátt í formannafundi og aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands.

Fulltrúar frá Nýrri rödd hafa í gegnum tíðina sótt norrænnar ráðstefnur systurfélaga sinna á Norðurlöndum þar sem kynntar eru helstu nýjungar í hjálpartækjum barkakýlislausra auk þess sem rætt er um framfarir í lækningum og aðgerðum sem vænta má á næstu árum. 

Á aðalfundi í mars 2015 var samþykkt að sækja um aðild að Öryrkjabandalagi Íslands.

Ragnar Davíðsson.


Var efnið hjálplegt?