Breytt fyrirkomulag skimana 2021

Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra frá árinu 2019 fluttust skimanir fyrir krabbameinum til opinberra stofnana 1. janúar 2021. Á sama tíma hætti Leitarstöð Krabbameinsfélagsins starfsemi. Krabbameinsfélag Íslands sá um krabbameinsskimanir í 56 ár, á árabilinu 1964-2020.

Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er hjá heilsgæslunni og skimun fyrir krabbameini í brjóstum hjá Landsspítala, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Brjóstamyndatakan fer fram á Brjóstamiðstöð, Eiríksgötu 5 í Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Eyrarlandsvegi.

Niðurstöður og upplýsingar um hvenær konum hefur verið boðin skimun


Á ,,Mínum síðum“ á island.is og heilsuvera.is birtast upplýsingar um hvenær kona hefur fengið boð í skimanir og hvenær hún hefur mætt.

Einnig birtast þar allar niðurstöður úr skimunum, bæði þegar þær gefa tilefni til nánari skoðunar og þegar niðurstöður eru eðlilegar. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að sjá niðurstöður á island.is.

Ef upplýsingarnar eru ekki aðgengilegar á þessum síðum er bent á að hafa samband við Samhæfingarstöð krabbameinsskimana í síma 513 6700.


Var efnið hjálplegt?