Réttindi við andlát foreldris

Hér finnur þú ýmsar upplýsingar um réttindi barna sem aðstandenda 

  • Alþingi samþykkti í júní 2019 ( lög nr. 50/2019 ) þar sem réttindi barna í kjölfar fráfalls foreldris eru betur skilgreind en áður var. Þegar einstaklingur deyr ber lækni sem gefur út dánarvottorð að kanna hvort hinn látni hafi átt barn undir lögaldri. Reynist svo vera skal viðkomandi læknir eins fljótt og unnt er tilkynna andlát foreldrisins til heilsugæslunnar þar sem barnið á lögheimili. Heilsugæslan skal, í samráði við félagsmálanefnd í því sveitarfélagi þar sem barn á lögheimili og foreldri eða forsjáraðila, hafa frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins.

  • Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar (Tryggingastofnun)
    Rétt til barnalífeyris vegna náms- eða starfsþjálfunargeta þeir átt sem: Eru á aldrinum 18-20 ára og eru í námi / starfsþjálfun og búa á Íslandi. Ef annað foreldri eða báðir eru látnir.

  • Fá börnin okkar lífeyri ef annað okkar fellur frá? Spurt og svarað | Lífeyrismál.is (lifeyrismal.is)Börn sjóðfélagans og kjörbörn eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs og lengur hjá sumum sjóðum. Barnalífeyrir er greiddur ef sjóðfélaginn hefur greitt í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum eða 6 mánuði af síðustu 12 mánuðum fyrir andlát, notið elli- eða örorkulífeyris við andlátið eða öðlast rétt til svokallaðs framreiknings.

    Stjúpbörn og fósturbörn eiga rétt hafi þau sannanlega verið á framfæri sjóðfélagans.

    Upphæð barnalífeyris er almennt ekki háð launum sjóðfélagans heldur er hún föst fjárhæð sem breytist í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs.

    Barnalífeyrir er hærri vegna fráfalls en vegna starfsorkumissis sjóðfélagans.
  • Erfist séreignarsjóðurinn minn? Við andlát | Lífeyrismál.is (lifeyrismal.is)
    Við andlát rennur séreignarsjóður til maka og barna.  Skiptingin er sú að hjúskaparmaki (giftur) fær 2/3 og börn 1/3.  Séreignarsjóðnum er skipt þótt að maki sitji eftir í óskiptu búi. Ef hinn látni var hvorki giftur né átti börn þá flyst inneignin til dánarbúsins og rennur til erfingja.  

     


Krabbameinsfélagið veitir skólum og heilsugæslu faglegan stuðning í síma 800 4040