Aðalfundur 13. maí 2023

Hér að neðan er að finna gögn vegna aðalfundar Krabbameinsfélags Íslands 13. maí 2023.

Aðalfundarboð


Dagskrá fundarins


Hádegisverður fyrir aðalfundarfulltrúa verður í boði kl. 12:00 en aðalfundurinn hefst kl. 13:00.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins

1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.

2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

3. Skýrslur aðildarfélaga lagðar fram til kynningar.

4. Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun til tveggja ára.

5. Lagabreytingar.

6. Stjórnarkjör.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

8. Kosning fimm manna uppstillingarnefndar.

9. Önnur mál.

Tillögur að fundarstjóra og ritara fundarins


  • Fundarstjóri: Kristján B. Thorlacius.
  • Fundarritari: Rakel Ýr Sigurðardóttir.

Skýrsla stjórnar


Ársskýrsla 2022 (PDF).

Endurskoðaðir reikningar félagsins


Ársreikningurinn  er endurskoðaður, samþykktur af stjórn, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og félagskjörnum skoðunarmönnum og lagður fram til samþykktar aðalfundar.

Skýrslur aðildarfélaga


Ársskýrslur aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands 2022 (PDF).

Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun til tveggja ára


Starfs- og fjárhagsáætlun til tveggja ára (PDF).

Lagabreytingar


Engar lagabreytingar liggja fyrir fundinum.

Stjórnarkjör


Frá uppstillingarnefnd:

Uppstillingarnefnd Krabbameinsfélags Íslands hefur unnið samkvæmt vinnureglum félagsins um kjör í stjórn félagsins og kosningu félagslegra endurskoðenda (skoðunarmanna), sem voru samþykktar á aðalfundi félagsins 13. maí 2006.

Á aðalfundi 2023 ber að kjósa formann félagsins til tveggja ára og þrjá meðstjórnendur í stjórn félagsins til tveggja ára.

Að auki ber að kjósa tvo varamenn í stjórn til eins árs og þrjá skoðunarmenn reikninga, þar af einn til vara.

Valgerður Sigurðardóttir, Magnús Gunnarsson og Gísli Álfgeirsson gefa ekki áfram kost á sér til stjórnarstarfa.

Valgerður hefur verið formaður félagsins frá árinu 2017 og í stjórn félagsins frá árinu 2015. Magnús hefur verið meðstjórnandi frá árinu 2021. Sama á við um Gísla Álfgeirsson sem hefur verið varamaður í stjórn frá árinu 2021.

Nefndin leggur eftirfarandi tillögu sína um kjör í stjórn félagsins beint fyrir aðalfund þann 13. maí 2023:

Formaður Krabbameinsfélagsins, til tveggja ára:

Hlíf Steingrímsdóttir, blóðmeinafræðingur.

HlifHlíf er fædd árið 1966, blóðmeinafræðingur á Landspítala. Hún er yfirlæknir þróunar dag- og göngudeilda, varaformaður lyfjanefndar auk þess að sinna klínísku starfi. Áður hefur hún verið yfirlæknir blóðlækningadeildar og framkvæmdastjóri lyflækningasviðs og aðgerðasviðs á Landspítala. Frekari kynning á fundinum.

Meðstjórnendur til tveggja ára:

Hildur-Bjork
Hildur Björk Hilmarsdóttir vörustjóri
, hjá Stuðlabergi gefur kost á sér til áframhaldandi þátttöku í stjórn Krabbameinsfélagsins. Hildur Björk hefur verið aðalmaður í stjórn frá árinu 2021 en var þar áður varamaður í stjórn frá árinu 2019. Hún er einn af stofnendum Krafts.

Sigridur-Z_1683805508910
Sigríður Zoëga
, hjúkrunarfræðingur á Landspítala og dósent við Háskóla Íslands gefur kost á sér til áframhaldandi þátttöku í stjórn félagsins. Sigríður var kosin aðalmaður í stjórn árið 2019 en hafði áður verið varamaður árin 2017 og 2018. Á árunum 2019 til 2022 var Sigríður ritari stjórnar en á síðasta ári var hún varaformaður.

ThrainnÞráinn Þorvaldsson, rekstrarhagfræðingur gefur kost á sér til þátttöku í stjórn félagsins. Þráinn er með masterspróf í Markaðs- og sölufræðum frá University of Lancaster í Bretlandi. Hann er fæddur árið 1944 og er Akurnesingur, kvæntur Elínu G. Óskarsdóttur viðskiptafræðingi. Þau eiga 3 börn á lífi og átta barnabörn. Á starfsaldrinum hefur Þráinn komið víða við. Hann var framkvæmdastjóri ullarvöruútflutningsfyrirtækisins Hildu hf og fyrsti framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, forvera Íslandsstofu. Hann stofnaði ásamt fleirum SagaMedica nú SagaNatura og var fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann hefur unnið að endurskipulagningu margra fyrirtækja og stofnana og setið í fjölda stjórna og nefnda m.a. innan þjóðkirkjunnar og á tónlistarsviði. Þráinn greindist með blöðruhálskrabbamein árið 2005 og neitaði meðferð. Hann hefur verið brautryðjandi á sviði virks eftirlits í stað meðferðar og var í 14 ár í slíku eftirliti áður en hann fór í geislameðferð. Þráinn hafði frumkvæði ásamt fleirum að stofnun fyrsta stuðningshópsins innan Krabbameinsfélags Íslands um virkt eftirlit og síðar endurreisn Krabbameinsfélagsins Framfarar. Hann er einn af fjórum stofnendum og stjórnarmaður samtakanna í Bandaríkjunum sem heita ASPI (Active Surveillance Patients International). Þráinn hafði nýlega frumkvæði að stofnun lokaðs alþjóðlegs stuðningshóps krabbameinsgreindra manna í virku eftirliti ASPI_Cave. Hópurinn starfar aðeins á netinu. Hann lét nýlega af formennsku í Framför og er nú varaformaður. Þráinn hefur starfað með Krabbameinsfélagi Íslands síðan 2007 eða í 16 ár, komið fram á vegum félagsins og flutt fjölda fyrirlestra. Hann hefur einnig komið fram í fjölmiðlum og myndböndum á vegum félagsins.

Tveir varamenn til eins árs:

Hildur-Baldurs
Hildur Baldursdóttir
, bókasafns- og upplýsingafræðingur gefur áfram kost á sér sem varamaður í stjórn. Hildur hefur verið varamaður í stjórn frá árinu 2021. Undanfarin ár hefur Hildur verið í stjórn Brjóstaheilla.



HledisHlédís Sveinsdóttir
gefur kost á sér sem varamaður í stjórn. Hlédís er með BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún á og rekur fyrirtækið Eigið fé ehf og hefur undanfarin ár starfað sem sjálfstæður verkefnastjóri. Hún er búsett á Akranesi og var í stjórn Krabbameinsfélags Akranes um nokkurra ára skeið. Fædd og uppalin á Snæfellsnesi og dvelur þar gjarnan í fríum með dóttir sinni. 

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara


Birna Guðmundsdóttir, Jón Auðunn Jónsson og Ólafur Dýrmundsson gefa öll kost á sér til áframhaldandi starfa sem skoðunarmenn reikninga.

Birna og Jón Auðunn voru fyrst kosin árið 2014 og Ólafur árið 2017.

Skoðunarmenn reikninga til eins árs:

  • Birna Guðmundsdóttir.
  • Jón Auðunn Jónsson.

Skoðunarmaður, til eins árs, til vara:

  • Ólafur Dýrmundsson.

Kjör fimm manna í uppstillingarnefnd


Til starfa í uppstillingarnefnd félagsins gefa áfram kost á sér:

  • Guðjón Hauksson hjúkrunarfræðingur og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Hann sat í stjórn Krabbameinsfélagsins árin 2017 – 2019 og var kjörinn í uppstillingarnefnd árið 2021.
  • Jón Þorkelsson, viðskiptafræðingur og formaður Stómasamtakanna. Hann var gjaldkeri stjórnar Krabbameinsfélagsins árin 2013 – 2020 og var kjörinn í uppstillingarnefnd árið 2021.
  • Ragnar Davíðsson, viðskiptafræðingur og formaður Nýrrar raddar. Ragnar var kjörinn í uppstillingarnefnd árið 2022.
  • Sigrún Lillie Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur og starfsmaður Krabbameinsfélagsins til fjölda ára, bæði í Heimahlynningu og sem forstöðumaður ráðgjafar og stuðnings. Sigrún var kjörin í uppstillingarnefnd árið 2022.

Ragnheiður Davíðsdóttir sem hefur verið í uppstillingarnefnd frá 2020 gefur ekki kost á sér áfram.

Svanhildur_1683805508824

  • Svanhildur Inga Ólafsdóttir gefur kost á sér til starfa í uppstillingarnefnd. Hún er menntaðurfélagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og starfar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hún er búsett á Selfossi ásamt manni sínum og fimm börnum. Svanhildur hefur starfað með Krabbameinsfélagi Árnessýslu frá 2016 og var varamaður í stjórn KÍ árin 2019 og 2020.  

Fundargerð

Önnur mál

Tilkynning um nýtt aðildarfélag


Brakkasamtökin hafa sótt um aðild að Krabbameinsfélagi Íslands. Stjórn Krabbameinsfélagsins staðfesti á fundi sínum þann 27. febrúar sl. að félagið uppfyllir skilyrði um aðild að Krabbameinsfélaginu og fagnar inngöngu þess í Krabbameinsfélagið.

Umsókn um aðild að Krabbameinsfélagi Íslands

Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi. Samtökin byrjuðu smátt en hafa lagt mikla vinnu í að koma út fræðsluefni í bæði ræðu og riti og mörgum erindum í samstarfi við fagaðila. Haldnir hafa verið fræðslufundir með flestum fagaðilum sem koma að eftirliti, áhættuminnkandi aðgerðum sem og fundir með jafningjastuðning að leiðarljósi og eru lokaðir stuðningshópar á facebook fyrir BRCA arfbera, lokaður hópur fyrir konur, annar fyrir karla og svo er einn hópur fyrir ungar konur á barneignaraldri. Samtökin hafa átt gott samstarf og samtal við KÍ og fengið styrki fyrir verkefnum á vegum samtakanna. 

 Samtökin hafa haldið stórt málþing hérlendis, stjórnarmenn hafa sótt FORCE ráðstefnuna í Bandaríkjunum oftar en einu sinni, lagt áherslu á að vekja athygli á samtökunum og arfberar verið duglegir að deila reynslu sinni bæði sem jafningjar en einnig í fjölmiðlum til að vekja athygli á samtökunum. Fræðsluerindi hafa verið haldin um allt land og félagið lagt sig fram um að sýna frá erindum í streymi þar sem okkar hópur er vítt og breitt um bæði landið og heiminn. 

Síðastliðið ár hafa samtökin verið á ferð um landið með farandsýningu sem sýnir veruleikann sem BRCA arfberar búa við en þar er 27 ára ungri stelpu fylgt eftir sem greindist með krabbamein. Sýningin heitir Of ung fyrir Krabbamein, saga Sóleyjar. Samhliða sýningunni hafa aðilar frá samtökunum farið með kynningu í fyrirtæki á svæðunum til að óska eftir styrkjum og kynna samtökin. Einnig voru haldin fræðsluerindi við opnun sýninganna um landið. Að sama skapi hafa samtökin hlustað eftir því sem arfberar óska eftir og sótti stjórnin fundi árið 2022 með heilbrigðisráðherra, yfirmani Brjóstamiðstöðvarinnar, Klíníkinni, Krabbameinsfélagi Íslands og Livio til að svara kalli félagsmanna um betri umgjörð varðandi eftirlit og upplýsingar um áhættuþætti. 

Mikið hefur áunnist í hagsmunabaráttu fyrir BRCA arfbera en betur má ef duga skal og eftir að hafa fundað með framkvæmdarstjóra Kabbameinsfélags Íslands sáum við að við pössum vel inn sem aðildarfélag þar sem við erum að vinna að sömu markmiðum, fækka þeim sem greinast með krabbamein, lækka dánartíðni þeirra sem greinast og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Ef samtökin fá samþykki að gerast aðildarfélag erum við að koma inn með sterka stjórn okkar aðildarfélags fyrir þennan hóp og sjáum að með aðgengi að baklandinu hjá KÍ að saman getum við bætt stórlega þjónustuna við okkar hóp. Nú þegar er hópur einstaklinga sem nýtir þjónustu beggja félaga.  

Nú var verið að setja upp formlegt félagatal samtakanna í fyrsta skipti og senda út félagsgjöld og eru félagsmenn nú 183 talsins og búumst við við því að félagsmönnum fjölgi.

Áskoranirnar eru margar fyrir alla okkar skjólstæðinga og vonumst við til að ef við fáum inngöngu að við getum tekist á við þær enn betur í samvinnu með hagsmuni okkar hópa til heilla.  

Virðingarfyllst,

Stjórn Brakkasamtakanna. 

Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélags Íslands


...

Ályktun aðalfundar 13. maí 2023


...


Var efnið hjálplegt?