Suðurnes: Jafningjastuðningur karla sem greinst hafa með krabbamein

  • 5.6.2021, 11:00 - 13:00, Krabbameinsfélag Suðurnesja

Karlahittingur á þjónustuskrifstofu Krabbameinsfélags Suðurnesja fyrir karlmenn á öllum aldri sem greinst hafa með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvar þú ert staddur í ferlinu né hvenær þú greindist með krabbamein, þú ert velkominn.

Karlahittingurinn er annan hvern laugardag kl. 11.00 og er næsti hittingur 5. júní. Ekki þarf að skrá sig, bara að mæta.

Þetta er partur að stuðningsneti þar sem krabbameinsgreindir einstaklingar geta spjallað saman og deilt reynslu sinni að greinast með krabbamein. Markmiðið með jafningjastuðning er að það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur skilning og gengið í gegnum svipaða reynslu. Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa meiri lífsgæði. Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnir í því að takast á við viðfangsefnið.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og aðstoð með því að senda póst á sudurnes@krabb.is, í síma 421 6363 eða á facebooksíðu félagsins

Umsjón með hópnum hefur Árni Björn Ólafsson.


Var efnið hjálplegt?