Stuðningsfulltrúanámskeið

  • 22.2.2021, 17:00 - 21:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 1.3.2021, 17:00 - 21:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Stuðningsfulltrúanámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa í Stuðningsnetinu verður haldið í tveimur pörtum mánudagana 22. febrúar og 1. mars, frá klukkan 17:00 til 21:00. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á kvöldmat bæði kvöldin í boði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Krafts sem starfrækja Stuðningsnetið.

Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem hafa greinst með krabbamein og hafa lokið við krabbameinsmeðferð sem og aðstandendum, sem vilja styðja við einstaklinga sem eru í svipuðum sporum.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík og er opin virka daga frá kl. 9-16. Símaráðgjöf er á opnunartíma í síma 800 4040. Einnig er hægt er að senda fyrirspurnir á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.


Var efnið hjálplegt?