Mín leið að lokinni meðferð við brjóstakrabbameini (3 af 4)

  • 30.4.2024, 9:30 - 12:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Megintilgangur námskeiðsins er að þátttakendur hitti aðra í svipuðum sporum samhliða því að fá stuðning og fræðslu um ýmislegt sem konur upplifa að lokinni meðferð vegna brjóstakrabbameins.

Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu fylgikvilla meðferða, upplýsingar eru veittar um þá stuðningsþjónustu sem í boði er, hvatt er til heilbrigðs lífsstíls og valdeflingar og dregið úr einangrun með jafningjastuðningi.

Dæmi um efni sem tekið er fyrir á námskeiðinu: Mataræði, hreyfing, einkenni tíðahvarfa, sogæðabjúgur, merki og einkenni sem mikilvægt er að þekkja, krabbameinstengd þreyta, kynheilbrigði, streita, slökunarleiðir ásamt mörgu fleiru sem snýr að lífinu eftir greiningu og meðferð brjóstakrabbameins.

Námskeiðið er fjögur skipti frá kl. 9:30-12:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

  • Námskeiðið hófst miðvikudaginn 17. apríl, en þar sem 1. maí er frídagur þá verður eitt skiptið á þriðjudegi, miðvikudaginn 24. apríl, þriðjudaginn 30. apríl og miðvikudaginn 8. maí.

Umsjón með námskeiðinu hefur hjúkrunarfræðingur auk þess sem mismunandi gestafyrirlesarar sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði eru með fræðsluerindi.

Námskeiðið er ætlað konum sem hafa greinst með brjóstakrabbamein og lokið meðferð vegna þess. Æskilegt er að ekki séu liðin meira en tvö ár frá meðferðarlokum.

Mikilvægt er að mæta í alla fjóra námskeiðshlutana.

Námskeiðið hefur verið haldið reglulega frá árinu 2018. Það er að breskri fyrirmynd og heitir þar „Moving Forward“. Það var upphaflega þróað af samtökunum ,,Breast Cancer Care”. Haldin hafa verið hundruð námskeiða á rúmlega 30 stöðum í Bretlandi og þúsundir kvenna tekið þátt. Almennt hefur mikil ánægja verið með þessi námskeið, bæði í Bretlandi og hérlendis.

Kynningarefni:


Var efnið hjálplegt?