Námskeið um síðbúna fylgikvilla (1 af 4)

  • 4.3.2024, 13:00 - 15:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Í kjölfar krabbameinsmeðferðar glíma margir við fylgikvilla sem má rekja til krabbameinsins eða krabba­meins­með­ferðar­innar. Þessir fylgikvillar geta haft áhrif á andlega, líkamlega og félagslega heilsu.

Á námskeiði um síðbúna fylgikvilla verður fjallað um nokkra af algengustu síðbúnu/langvinnu fylgikvillunum sem geta komið fram í kjölfar krabbameins og krabbameinsmeðferðar.

Þátttakendur fá meðal annars fræðslu um þreytu, svefn, hreyfingu, næringu, óttan við að greinast aftur, andlega líðan, minni, einbeitingu og streitustjórnun. Rætt verður um leiðir til að efla eigin heilsu og bæta líðan, auk þess sem þátttakendum gefst tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið krabbameinsmeðferð og finna fyrir síðbúnum eða langvinnum aukaverkunum (hlekkur á fræðsluefni). Miðað er við að sex mánuðir eða lengra sé liðið frá því krabbameinsmeðferð lauk.

Námskeiðið hefst 4.mars og er vikulega í fjögur skipti á mánudögum kl.13:00-15:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8. Ekkert þátttökugjald.


Var efnið hjálplegt?