Námskeið: Núvitund og samkennd 1/5

  • 16.9.2019, 13:00 - 15:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Námskeiðið hefst mánudaginn 16. september og verður vikulega í fimm skipti á milli kl.13:00-15:00. Ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og fyrir aðstandendur.

Tilgangur námskeiðsins er að tileinka sér samkennd í eigin garð og auka andlega vellíðan. Við verðum fyrir ýmsu mótlæti í lífinu og mikilvægt er að gangast við erfiðleikunum sem því fylgja og reyna að mæta þeim með góðvild, mildi og skilningi. Námskeiðið samanstendur af stuttum fyrirlestrum og æfingum.

Leiðbeinandi er Margrét Bárðardóttir, klínískur sálfræðingur.

Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Þátttökugjald er 4.000 kr.Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?