Námskeið: Jóga Nidra og hljóðslökun 1/4

  • 6.3.2020, 11:00 - 12:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, 2000

 

Námskeiðið hefst föstudaginn 6. mars og er vikulega í fjögur skipti og ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á hugleiðslu og djúpslökun með aðferðum Jóga Nidra þar sem þú liggur undir teppi. Hljóðfæri koma einnig við sögu til að dýpka upplifunina.

Ávinningurinn getur verið jákvæð og víðtæk áhrif á líkamlega og andlega líðan.

Leiðbeinendur eru Laufey Steindórsdóttir og Þórey Viðarsdóttir, jógakennarar.

Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Þátttökugjald er 2000 kr.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14.
Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?