Vefnámskeið: Forræktun mat- og kryddjurta

  • 20.4.2020, 14:00 - 15:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsféalgsins stendur fyrir vefnámskeiði í samstarfi við Auði Ottesen, garðyrkjufræðing. Á námskeiðinu er farið yfir ræktun og umönnun krydd- og matjurta. Greint verður frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðagjöf í forræktuninni.

Námskeiðið verður mánudaginn 20. apríl kl. 14:00 – 15:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum. Við bjóðum upp á námskeiðið frítt en nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 800 4040 eða á netfangið radgjof@krabb.is þar sem takmörkuð pláss eru í boði.


Var efnið hjálplegt?