Námskeið: Áfallamiðað jóga

  • 26.2.2018, 9:30 - 10:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Námskeiðið „Áfallamiðað jóga” hefst mánudaginn 26. febrúar og verður mánudaga og fimmtudaga kl. 09:30-10:30 alls átta skipti og er ætlað einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Farið er rólega í æfingar og þær gerðar á forsendum hvers og eins. Áhersla er á að styrkja tengsl við líkamann og möguleikann á að hafa áhrif í eigin lífi.

Leiðbeinandi er Margrét Gunnarsdóttir jógakennari, sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur MSc.

Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040 . Þátttökugjald er kr. 2.000.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík.
Opið virka daga kl. 9:00-16:00. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00.
Netfang: radgjof@krabb.is.


Var efnið hjálplegt?