Málþing: Krabbamein í blöðru­hálskirtli – flóknara en virðist við fyrstu sýn

  • 20.3.2024, 16:30 - 18:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Krabbamein í blöðruhálskirtli – flóknara en virðist við fyrstu sýn.

Á málþinginu verður fjallað um blöðruhálskirtilskrabbamein út frá víðu sjónarhorni, áskoranir, árangur, framfarir, líðan og lífsgæði.

Málþing verður haldið þann 20. mars kl. 16:30 í húsnæði Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Einnig verður boðið upp á streymi. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Dagskrá:

  • Skimun eða ekki - meðferðarkostir – ávinningur og aukaverkanir: Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir á Landspítala.
  • Sýnilegar framfarir – staðan á Íslandi: Helgi Birgisson yfirlæknir á Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins.
  • Áhrif sjúkdóms og meðferðar á lífsgæði, líðan og aðstandendur – Þorri Snæbjörnsson, Ásgeir Helgason, Vigdís Eva Guðmundsdóttir sérfræðingar hjá Krabbameinsfélaginu.
  • Allir saman nú! Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Guðmundur Páll Ásgeirsson, formaður Framfarar.
  • Umræður og spurningar

Fundarstjóri – Steinar B. Aðalbjörnsson

MM2024-malthing-auglysing

Efnisvalmynd
Eining

Fleiri nýjar fréttir


Var efnið hjálplegt?