Ísafjörður: Vetrarhlaup Riddara Rósu

  • 5.3.2020, 18:00 - 21:00, Krabbameinsfélagið Sigurvon

Vetrarhlaup Riddara Rósu 5. mars kl. 18:00 - 21:00 hægt er að velja um 3 eða 5 km og er hlaupið eftir göngustígnum meðfram Skutulsfjarðarbrautinni.

Hlaupið er samvinnuverkefni Riddara Rósu Ísafirði og Krabbameinsfélagsins Sigurvonar í tilefni af Mottumars til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum.

Reglubundin hreyfing hefur ótvírætt gildi fyrir almenna heilsu og vellíðan og ávinningurinn er margþættur. Hlaupið er því kjörinn vettvangur fyrir alla að koma saman, taka þátt í skemmtilegum viðburði og vekja athygli á góðu málefni.

Skráning er hafin á www.netskraning.is og kostar ekkert að taka þátt, í marki verða léttar veitingar. Hlaupið hefst og endar við íþróttahúsið Torfnesi.


Var efnið hjálplegt?