Krabbameinsfélag Árnessýslu: hollara namminámskeið

  • 22.9.2022, 17:00 - 19:00, Krabbameinsfélag Árnessýslu

Fimmtudaginn 22.september kl.17:00-19:00 býður Krabbameinsfélag Árnessýslu uppá námskeið Oddrúnar heilsumarkþjálfa og áhugamanneskju um heilbrigt og hollt mataræði.

Námskeið Oddrúnar hafa verið geisilega vinsæl síðustu ár og er félagið gríðarlega spennt að taka á móti henni á Eyraveginum og bjóða ykkur að njóta góðs af. Oddrún heldur úti heimasíðunni www.heilsumamman.com og má þar finna ýmsan fróðleik og áhugaverðar uppskriftir.

Á námskeiðinu gera þátttakendur sælgæti af hollari gerðinni, fá útprentaðar uppskriftir og öskju til að taka afraksturinn með sér heim.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið til að áætla hráefniskaup og húsrými. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Skráningar sendist á netfangið arnessysla@krabb.is eða í síma 482 1022


Var efnið hjálplegt?