Akureyri og nágrenni: Málþing í Hofi

  • 5.3.2020, 16:00 - 19:00, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Málþing í Hofi, yfirskriftin er Karlar og krabbamein áhersla lögð á hreyfingu sem forvörn. Allir velkomnir.

 

Málþing í Hofi, yfirskriftin er Karlar og krabbamein áhersla á hreyfingu sem forvörn. Viðburðurinn er haldinn af Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og er öllum opinn.

Málþing - Karlar og krabbamein

16:00 - Dagskrá hefst í Hamragili, heilsufarsmælingar, fræðsla (þreifað á pungnum) og kynning á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Karlakór Eyjafjarðar kemur og tekur nokkur lög.

17:00 - Málþing um Karla og Krabbamein sett í Hömrum, vestursal.
Fundarstjóri er Friðbjörn Reynir Sigurðsson, lyf- og krabbameinslæknir.

  • Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis setur málþingið
  • Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar - Opnunarávarp
  • Sólmundur Hólm - Gamanmál
  • Guðmundur Otti Einarsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum og meltingarfæra- og lifrarsjúkdómum - Margt býr í myrkrinu, illkynja æxli í ristli
  • Þorgnýr Dýrfjörð, heimspekingur - Lífsfylling og gildi vináttunnar
  • Birkir Baldvinsson - Smá ves, ég er með krabba
  • Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum - Er ekki málið að láta bara tékka?
  • Sólmundur Hólm - Gamanmál
  • Málþingi slitið

Málþingið er styrkt af Norðurorku og KEA.

 

Kótilettukvöld & uppboð kl. 19:00

Í beinu framhaldi af málþinginu verður Eyrin, veitingastaður í Hofi, með kótilettukvöld þar sem allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Veislustjóri verður vandræðaskáldið Vilhjálmur Bragason sem kemur einnig til með að stýra uppboði á ýmsum varning til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Verð á mann er 5.000,- kr. drykkir seldir sér. Bókanir eru í síma 460-0660 eða í gegnum þennan link. 

Sjá viðburðinn á Facebook þar sem hægt verður að fylgjast með hvaða græjur og dót verða á uppboðinu.

Kótilettukvöldið er styrkt af Sölufélagi Garðyrkjumanna, Mjólkursamsölunni og Ásbjörn Ólafsson ehf.


Var efnið hjálplegt?