Hefur þú misst ástvin úr krabbameini?

  • 1.6.2017, 8:30 - 16:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónustan býður upp á einstaklingsviðtöl til stuðnings þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. 

Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur.Það getur verið gott að setjast niður og ræða málin. Við erum tilbúin að hlusta og liðsinna þér. Þú getur pantað tíma í síma 800 4040 eða á netfanginu radgjof@krabb.is.

Einnig er hægt að koma við án þess að gera boð á undan sér. Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 9:00-16:00, fimmtudag frá 9:00-16:00 og föstudag 9:00-14:00. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00.

15844241_1775312979388287_113152933028173223_o

Starfsfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins (frá vinstri).

  • Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona og hjúkrunarfræðingur.
  • Auður E. Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur
  • Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi

Var efnið hjálplegt?