Hádegisfyrirlestur: Náttúruvörur og krabbamein

  • 15.11.2017, 12:05 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 15. nóvember, kl. 12:05-12:50  verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Freyja Jónsdóttir klíniskur lyfjafræðingur mun fjalla um notkun á náttúruvörum í veikindum og krabbameinsmeðferð. Hún mun leiðbeina um notkun áreiðanlegra upplýsingaveita um náttúruvörur.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og viðbit frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl.9-18 og föstudaga kl.9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?