Hádegis­fyrir­lestur: Tísku­bólur í matar­æði

  • 27.3.2019, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 27. mars 2019 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur, mun fjalla um tískubólur í mataræði á Íslandi. Hvað ber að varast þegar margar fæðutegundir eru teknar út eins og t.d. í ketó og vegan mataræði. Hvað hafa rannsóknir sýnt í þessum efnum? 

Fyrirlestrinum verður streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Allir velkomnir.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör/ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.

matur


Var efnið hjálplegt?