Hádegis­fyrir­lestur: Stuðnings­netið

  • 12.2.2020, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl.12:00-13:00 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar. 

Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og umsjónarmaður stuðningsnetsins kynnir stuðningsnetið, sem er net sjálfboðaliða með ólíka reynslu af krabbameinum sem veita krabbameinsgreindum og aðstandendum faglegan stuðning. Gísli Álfgeirsson stuðningsfulltrúi mun deila reynslu sinni af því að vera stuðningsfulltrúi í stuðningsnetinu. 

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör/ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl.9-18 og föstudaga kl.9-14.
Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?