Hádegis­fyrir­lestur: Getur núvitundar­þjálfun gagnast í veikindum?

  • 9.10.2019, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Edda Margrét Guðmundsdóttir sálfræðingur fjallar um núvitund og hvernig hún getur gagnast þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör/ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?