Aðstand­end­ur í krabba­meins­ferlinu: Rabb­fundur hjá Góðum hálsum

  • 7.11.2018, 17:00 - 18:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, verða með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík miðvikudaginn 7. nóvember kl. 17.00.  

Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur heldur fyrirlestur um aðstandendur í krabbameinsferlinu. Allir sem greinast með krabbamein eiga aðstandendur sem upplifa margar og flóknar tilfinningar sem oft er ekki talað um. Að vera aðstandandi þess sem glímir við krabbamein getur verið erfitt og sársaukafullt og margir aðstandendur upplifa sig bjargarlausa. 

Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. 

Kaffi verður á könnunni.


Var efnið hjálplegt?