Góðir hálsar: Hvað er bólguhemjandi fæði?

  • 6.11.2019, 17:00 - 19:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, verða með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17.00.

Á fundinum mun Birna Þórisdóttir næringarfræðingur fjalla um hvernig mataræði og ákveðnar fæðutegundir geta ýmist aukið bólgur eða hamið. En langvinnar bólgur í líkamanum geta aukið líkur á krabbameinum.

Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. Kaffi verður á könnunni.


Var efnið hjálplegt?