Hádegisfyrirlestur um hreyfingu

  • 4.5.2023, 12:00 - 13:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

 

Steinar B. Aðalbjörnsson íþrótta- og næringafræðingur Krabbameinsfélagsins mun fjalla um mikilvægi heilbrigðrar hreyfingar fimmtudaginn 4. maí kl. 12:00-13:00. 

Í fyrirlestrinum mun Steinar, sem er menntaður íþróttakennari, næringarfræðingur og markþjálfi, fara yfir ávinning heilbrigðar hreyfingar, rýna í tegundir heilbrigðar hreyfingar og tala um hvernig hægt er að koma heilbrigðum hreyfingarvenjum inn í daglegt líf. 

Hádegiserindið er 4. maí kl. 12:00-13:00 í húsnæði Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8. Þátttaka ókeypis og öll velkomin. Boðið verður upp á léttar veitingar.


Var efnið hjálplegt?