Hug­leiðslu og sjálfs­styrk­ingar­nám­skeið fyrir börn

  • 13.9.2019, 14:30 - 16:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið fyrir börn þeirra sem hafa greinst með krabbamein.

Hugleiðslan og þær aðferðir sem kenndar verða í tímunum miða að því að skapa innra jafnvægi, styrkja sjálfsmyndina, efla sjálfskærleika og hjálpa barninu að slaka á.

Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar á borð við:

  • Myndrænar, leiddar hugleiðslur
  • Öndunaræfingar
  • Slökunaræfingar
  • Notkun táknrænna lita í tengslum við vinnu með tilfinningar
  • Tjáning í gegnum það að teikna/mála og skrifa
  • Notkun ýmissa fylgihluta til að virkja ímyndunaraflið
  • Uppbyggjandi samræður

Leiðbeinandi er Stefanía Ólafsdóttir, tónlistarmaður, grunnskólakennari og hugleiðsluleiðbeinandi. Hún á langa reynslu að baki í vinnu með börn á ýmsum vettvangi og hefur í mörg ár kennt hugleiðslu fyrir fólk á öllum aldursskeiðum. Hún stundar nám í alþjóðlega viðurkenndu hugleiðslunámi fyrir börn og byggir námskeiðið á þeim grunni.

Stefnt er að því að bjóða upp á námskeið fyrir tvo aldurshópa, 5-8 ára á miðvikudögum frá kl. 15:00 - 16:30 og 9-12 ára á föstudögum frá kl. 14:30 - 16:00. Námskeiðið verður vikulega í þrjú skipti í einn og hálfan tíma í senn. 

Hafðu samband í síma 800 4040 eða sendu póst á radgjof@krabb.is til að fá frekari upplýsingar um námskeiðið eða til að skrá barn til þátttöku.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14.
Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?