• Dagatal
    Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar

Dagskrá Ráð­­gjafar­þjónustu Krabba­­meins­félags­ins 29. janúar - 2. febrúar 2018

  • 29.1.2018, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

NÁMSKEIÐ: GOTT ÚTLIT - BETRI LÍÐAN

Þriðjudaginn 30. janúar kl. 10:00-12:00 

Snyrtinámskeið ætlað konum sem eru í krabbameinsmeðferð. Sérfræðingur frá Lancome leiðbeinir um förðun, umhirðu húðar o.fl.

Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig.


BESTA GJÖFIN: ÁHRIF HUGLEIÐSLU Á BÖRN OG UNGMENNI

Fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17:00. 

Stefanía Ólafsdóttir, grunnskólakennari, leiðbeinandi í hugleiðsluskólanum Lótushúsi og höfundur „Undir heillastjörnu", flytur erindi um áhrif hugleiðslu fyrir börn og ungmenni og leiðir til að skapa endurnærandi gæðastundir fyrir fjölskylduna. 

Erindið er ætlað foreldrum og forráðamönnum barna.

Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig.

NÁMSKEIÐ Á NÆSTUNNI:

EINBEITING OG MINNI

Mánudaginn 5. og 12. febrúar kl. 15:00-16:00. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhyggjur af minni sínu í kjölfar veikinda en einnig þeim sem vilja fræðast um minnið og læra að nýta sér mismunandi minnistækni. Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur. 

Ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig.


NÁMSKEIÐ: ÞREYTA - HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Miðvikudagana 14., 21. og 28. febrúar kl. 14:00-15:30.

Námskeiðið er ætlað þeim sem finna fyrir þreytu í kjölfar krabbameinsgreiningar eða meðferðar. Fjallað verður um mögulegar orsakir þreytu og hvað sé til ráða.

Leiðbeinendur eru Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur, Íris Eva Hauksdóttir sjúkraþjálfari, Rannveig Björnsdóttir næringarfræðingur og Sigrún Jóna G. Eydal iðjuþjálfi.

VIKULEGIR FASTIR VIÐBURÐIR

Mánudagar til föstudaga

  • 08:30-16:00 - Kraftur. Opin skrifstofa.
  • 13:00-15:00 - Símaraðgjöf. Sími 800 4040. Hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur eða félagsráðgjafi svarar í síma.

Þriðjudagar

Miðvikudagar

  • 11:30-12:00 - Hópslökun
  • 13:00-13:30 - Samtal um réttindamál, allir velkomnir!

Fimmtudagar

  • 13:00-15:00 - Handavinnuhorn og bókakaffi.

Var efnið hjálplegt?