Aðal­fundur Krabba­meins­félags Íslands

  • 13.5.2023, 12:00 - 16:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Hádegisverður fyrir aðalfundarfulltrúa verður í boði kl. 12 en aðalfundurinn hefst kl. 13.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins:

1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
3. Skýrslur aðildarfélaga lagðar fram til kynningar.
4. Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun til tveggja ára.
5. Lagabreytingar.
6. Stjórnarkjör.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga, og eins til vara, til eins árs.
8. Kosning fimm manna uppstillingarnefndar.
9. Önnur mál.

Reykjavík 12. apríl 2023,
Valgerður Sigurðardóttir,
formaður Krabbameinsfélags Íslands




Hverju starfandi aðildarfélagi er heimilt að senda einn fulltrúa á aðalfund fyrir hverja 200 félagsmenn, eða brot úr þeim fjölda, þó aldrei fleiri en sex fulltrúa. Jafnframt hafa stjórnarmenn Krabbameinsfélags Íslands, sem ekki eru kjörnir fulltrúar síns aðildarfélags, sem og starfsmenn KÍ, seturétt á aðalfundi með málfrelsi.

Adalfundur2023-fundarbod


Var efnið hjálplegt?