Að þiggja aðstoð

Margir þeir sem greinast með krabbamein upplifa mikla umhyggju í sinn garð frá ættingjum, vinum, starfsfélögum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum. 

Það getur verið gott að hafa í huga að margir hafa þörf fyrir að aðstoða eða verða að liði á einhvern hátt.

Stundum getur komið upp að fólk hafi ekki möguleika til að hjálpa eða sýni ekki vilja til þess. Þetta gæti sært tilfinningar þínar eða reitt þig til reiði. Þetta gæti verið sérstaklega erfitt ef fólk sem þú hafðir vænst þess að fá stuðning frá, veitir hann ekki. Þú gætir velt fyrir þér ástæðum þess að sá hinn sami býður ekki fram hjálp. 

Algengar ástæður gætu verið að viðkomandi:

  • Glímir við vandamál eða skortir tíma.
  • Óttast krabbamein eða á að baki erfiða reynslu tengda krabbameini.
  • Telur að það rétta sé að halda sig fjarri þegar aðrir eiga í vanda.
  • Áttar sig ekki á þeim erfiðleikum sem þú gengur í gegnum eða skynjar ekki að þú þarfnast aðstoðar nema þú tjáir það skýrt.
  • Er óöruggur með að sýna umhyggju sína.

Ef þú færð ekki þá aðstoð sem þú telur þig þarfnast frá manneskju og hafðir vænst, gæti verið gott að ræða hreinskilnislega við hinn sama og útskýra hvers þú þarfnast. Þú gætir líka ákveðið að láta það eiga sig, en ef tengslin við manneskjuna eru þér mikilvæg, er sennilega best að segja viðkomandi hvernig þér líður. Það getur komið í veg fyrir að gremja eða streita safnist upp og skaði samband ykkar.


Var efnið hjálplegt?