Upp með sokkana! Pantaðu Mottumars-sokkana á þitt lið strax í dag

Taktu þátt í Mottumars!

Upp með sokkana!

Í Mottumars vinnur Krabbameinsfélagið að því að auka þekkingu karlmanna á þeim einkennum sem gætu bent til krabbameina, að hvetja þá til að leita tímanlega til læknis ef ástæða er til og nýta sér ráðgjöf og stuðning, bæði sem sjúklingar og aðstandendur. Við opnum www.karlaklefinn.is, nýtt vefsvæði fyrir karla 1. mars.

Mottumars-sokkarnir verða seldir 1.-15. mars til styrktar starfsemi Krabbameinsfélagsins. Sokkarnir verða afhjúpaðir 1. mars.

Pantaðu núna fyrir þitt lið! Baráttan byrjar hér!

Fylltu út formið hér að neðan og veldu hvort þú vilt fá sent eða sækja til okkar í Skógarhlíð. Þeir aðilar sem óska eftir að sækja í Skógarhlíð geta vitjað pantana sinna virka daga frá 1. mars á milli kl. 09:00-16:00.


Verð á sokkapari: 2.000 kr.

Afhendingarmáti

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Mottudagurinn 15. mars

 

Mottudagurinn er föstudaginn 15. mars 2019

Mottumars nær hámarki föstudaginn 15. mars þegar Mottudagurinn verður haldinn hátíðlegur. Þann dag er kjörið tækifæri fyrir starfsmannastjóra að brjóta upp daglega starfsemi og setja á dagskrá uppákomur og viðburði sem vekja athygli á þessu samfélagsverkefni okkar allra og efla stemmninguna í starfsmannahópnum.

Fleiri leiðir fyrir þitt fyrirtæki að taka þátt í Mottumars

Mottumars er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki í landinu til að sýna samfélagslega ábyrgð, fá jákvæða athygli og láta gott af sér leiða. Auk þess að taka þátt í Mottudeginum 15. mars má benda á nokkrar hugmyndir: 

 • Selja valdar vörur eða þjónustu
  Fyrirtæki geta valið að selja ákveðna vöru/r eða þjónustu og gefið hluta af veltu eða ágóða til Mottumars átaksins. Þetta geta verið vörur eða þjónusta sem eru þegar til staðar eða nýjungar.
 • Gefið hluta af veltu dagsins til átaksins
  Fyrirtæki og félög geta valið að gefa hluta af veltu Mottudagsins 15. mars eða marsmánaðar til átaksins.
 • Keypt vörur í netverslun Krabbameinsfélagsins
  Fyrirtæki og félög geta styrkt átakið með því að kaupa vörur tengdar Mottumars í netverslun Krabbameinsfélagsins og fært starfsfólki og viðskiptavinum að gjöf.
 • Stakt framlag
  Fyrirtæki geta styrkt átakið með stöku framlagi

 

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna ( 540 1900mottumars@krabb.is).

Fyrir hverju er safnað?

Fjármunum sem safnast í átakinu er varið til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til að veita endurgjaldslausa þjónustu, stuðning og ráðgjöf með námskeiðahaldi og viðtölum við hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og kynfræðinga. Kynntu þér starfsemina nánar á www.krabb.is

Hvers vegna?

Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað. Í sameiningu getum við haldið áfram að vinna að því að fyrirbyggja krabbamein, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Fleiri og fleiri læknast af krabbameinum eða lifa lengi með þau sem langvinna sjúkdóma og að sama skapi eykst mikilvægi endurhæfingar. Framlag þitt er forsenda þess að árangur náist.

MM2019_Pontun_Vefsida_0219_1