Næring

Líkaminn er eins og stór verksmiðja sem þarf á fjölbreyttum næringarefnum að halda fyrir starfsemi sína. 

Alltaf er best að fá næringarefnin úr matvælum sem eru lítið unnin og koma beint úr náttúrunni. Þó er mælt með að taka D-vítamín aukalega yfir vetrarmánuðina. Rannsóknir sýna mataræði getur haft áhrif á lífsgæði, endurgreiningu krabbameina og lifun. 

Það er engin töfralausn til eins og t.d túmerik eða basískt mataræði heldur er aðalmálið að borða fæðu sem er næringarrík, fjölbreytt, í hæfilegu magni og hafa reglu á máltíðum. Gagnlegt er að velja skrárgatsmerktar vörur sem eru hollari en aðrar vörur í sama flokki.

Hér eru ráðleggingar Embætti Landlæknis:

  • Vatn er hollasti og ódýrasti svaladrykkurinn.
  • Ávextir og grænmeti minnst fimm skammtar eða 500 grömm daglega. T.d. stór gulrót, stór tómatur, tveir dl af salati, lítill banani eða meðalstórt epli. Kartöflur teljast ekki með.
  • Heilkorn minnst tvisvar á dag. Rúgur, bygg, heilhveiti, grófmalað spelt eða hafrar innihalda alla hluta kornsins og þar með talið steinefni og bætiefni þess.
  • Fiskur tvisvar til þrisvar í viku. Algengur skammtur er um 150 grömm.
  • Kjöt í hófi eða ekki meira en 500 grömm á viku og velja magurt óunnið kjöt. Lambakjöt og kjúklingakjöt er hollara en nautakjöt eða svínakjöt.
  • Mjólkurvörur sem eru fitulitlar, ósykraðar og hreinar. Um 500 millilítrar á dag eða 25 grömm af osti.
  • Mjúk fita. Ólífuolía, lárperur, feitur fiskur, lýsi, hnetur og fræ.
  • Minna salt. Mikil saltneysla tengist aukinni áhættu á krabbameini í maga. Athugið að oft er búið að bæta miklu salti í tilbúnar matvörur.

Ítarefni


Plakat-A2-Radleggingar-mataraedi-HRVar efnið hjálplegt?