Vill fyrirbyggja myndun meinvarpa
Guðrún Valdimarsdóttir rannsakar samskipti brjóstakrabbameinsfruma við umhverfið, sem gæti haft áhrif á meðferðarmöguleika.
Þótt batahorfur kvenna með brjóstakrabbamein séu almennt góðar þá stafar ógn af mögulegri meinvarpamyndun. Guðrún Valdimarsdóttir sameindalíffræðingur og dósent við læknadeild Háskóla Íslands vill skilja í þaula samspil æðaþels og brjóstakrabbameinsfruma á sameindafræðilegum grundvelli með tilliti til hinnar margslungnu TGF-beta boðleiðar.
Þekkingin sem verkefnið skapar hefur gífurlegt gildi þegar litið er til meðferðarmöguleika með sértæku sameindalyfi fyrir brjóstakrabbameinssjúklinga til að fyrirbyggja myndun meinvarpa.“
Verkefnið Samspil TGF-beta-boðleiðarinnar og Thrombospondin-1, áhrif á samskipti æðaþels- og brjóstakrabbameinsfruma hefur hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins í þrígang: 6,5 milljónir kr. árið 2019 og 2018 og 6,3 milljónir árið 2017.
Í myndbandinu segir Guðrún frá verkefninu þegar hún tók við fyrsta styrknum árið 2017.