• Krabbamein

Nokkur atriði um krabbamein - hvað veistu?

Taktu prófið

Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Taktu prófið og sjáðu hvað þú veist um krabbamein á Íslandi.



1

Flest krabbameinstilfelli á Íslandi greinast fyrir 55 ára aldur.

Rétta svarið er: "Rangt"

Aðeins um 14% þeirra sem greinast með krabbamein eru undir 55 ára aldri.


2Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast með krabbamein hafa meira en tvöfaldast frá því skráning krabbameina hófst árið 1954. 

Rétta svarið er: "Rétt"

Tveir af hverjum þremur geta vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur.


3Um 80% íslenskra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein lifa lengur en fimm ár.

Rétta svarið er: "Rangt"

Árangurinn er enn betri því um 90% íslenskra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein lifa í fimm ár eða lengur sem er mjög góður árangur á heimsvísu.


4Skipuleg leit að leghálskrabbameini kemur í veg fyrir að margar konur deyi af völdum þess krabbameins.

Rétta svarið er: "Rétt"

Ef ekki væri fyrir skipulega leit að leghálskrabbameini myndu að jafnaði 15 til 20 konur deyja árlega úr leghálskrabbameini en ekki 4-5 á ári eins og nú er.


5Talið er að um 40% krabbameina skýrist af arfgengum þáttum.

Rétta svarið er: "Rangt"

Um 5-10% krabbameina eru talin skýrast af arfgengum þáttum.


6Fólk getur lítið gert til að draga úr líkum á að fá krabbamein.

Rétta svarið er: "Rangt"

Margt er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá krabbamein, t.d. með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð.


7Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna á Íslandi og krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein íslenskra karla.

Rétta svarið er: "Rétt"

Og næstalgengasta krabbameinið hjá báðum kynjum er lungnakrabbamein. Talið er að um 90% tilfella lungnakrabbameins megi rekja til tóbaksreykinga. 


8Tilfellum magakrabbameins hefur fækkað á síðustu áratugum.

Rétta svarið er: "Rétt"

Lækkaða tíðni magakrabbameins er talið mega rekja að miklu leyti til breyttra geymsluaðferða matvæla, t.d. hefur neysla á reyktum og söltuðum matvælum minnkað og neysla ferskra matvæla hefur aukist.



Var efnið hjálplegt?