Samskipti við þátttakendur í Notendaráðinu

Ef þú ákveður að gerast þátttakandi í Notendaráðinu munum við hafa samband við þig nokkrum sinnum á ári til þess að heyra þína skoðun og reynslu. 

Við munum biðja þig að svara spurningum, spurningalista eða taka þátt í rýnihópi þar sem þín skoðun og reynsla er mikilvæg.

Í einhverjum tilvikum verður haft samband við valinn hóp innan notandaráðsins, þegar um er að ræða mál sem eingöngu eiga við þann hóp, til dæmis fólk sem greinst hefur með ákveðna tegund krabbameins eða fólk sem býr á ákveðnum stað. Því getur verið mismunandi hve oft er haft samband við fulltrúa í ráðinu, sumir gætu fengið fleiri erindi en aðrir.

Krabbameinsfélagið notar tölvupóst til að hafa samband við þátttakendur í Notendaráðinu. Því er skilyrði fyrir þátttöku í ráðinu að meðlimir hafi netfang og aðgang að tölvupósti. Öll öflun persónuupplýsinga frá þátttakendum fer hins vegar ekki fram í tölvupósti heldur með öruggum hætti í gegnum forritið FORMS frá Microsoft.

Hvert Notendaráð er stofnað til þriggja ára í senn. Að því tímabili liðnu verður öllum persónuupplýsingum um þátttakendur eytt, óháð því hvenær þeir gerðust þátttakendur. Áframhaldandi þátttaka krefst endurskráningar í nýtt Notendaráð.