Guðmundur Pálsson 17. jan. 2020

Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem félagið gefur út blað en fréttabréfið Heilbrigðismál kom út frá stofnun félagsins til ársins 2008.

„Það eru stór tímamót hjá okkur í miðlun félagsins þessa dagana því nýverið hófum við einnig útsendingar hlaðvarps sem hefur fengið afar góðar viðtökur. Það skiptir félagið máli að geta miðlað upplýsingum af starfsemi þess til landsmanna og fjölbreytni í miðlun er mikilvæg, því eitt form miðlunar hentar kannski ekki öllum,“ segir Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, ritstjóri blaðsins og kynningarstjóri félagsins.

Meðal efnis í þessu fyrsta blaði er viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og verndara Krabbameinsfélagsins, Davíð Ólafsson, óperusöngvara og fasteignasala, sem greindist með ristilkrabbamein, og Aminu Gulamo, sem greindist með brjóstakrabbamein þegar hún lék í auglýsingu fyrir Leitarstöð félagsins. 

Blaðið má nálgast rafrænt hér , og efnisyfirlit þess má finna neðar í fréttinni.

 

 

 

Efnisyfirlit:

 

 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?