Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. apr. 2019

Ný smásjá ígildi eins starfsmanns

Frumurannsóknastofa Krabbameinsfélagsins hefur tekið til notkunar tölvustýrða smásjá sem býður upp á nýja tækni í skoðun á leghálssýnum. Rannsóknarstofan skoðar öll slík sýni sem tekin eru á landinu í þeim tilgangi að skima fyrir leghálskrabbameini.

Nýja tæknin er felst í því að smásjáin skannar hvert sýni og velur 22 hnit, eða GPS punkta út frá ákveðnum algoritma sem búið er að þróa. Starfsmaður rannsóknarstofunnar skoðar svo punktana og ákveður hvort sýnið sé neikvætt eða þurfi frekari skoðun lífeindafræðings eða meinafræðings.

Tækið kom til landsins í byrjun árs og með þessari tækni er skoðunarferli hraðað til muna. Í gegnum nýju vélina fara nú allt að 100 sýni á dag og hún er ígildi starfsmanns í fullu starfi að sögn Þorbjargar Jónsdóttur, deildarstjóra frumurannsóknastofunnar.

Bætt þjónusta felst í auknum hraða

„Þetta er mikill munur fyrir okkur og tækið hjálpar óneitanlega upp á afgreiðslu sýnanna, sérstaklega þegar koma kúfar eins og þegar við fáum sýni send úr hópskoðunum úti á landi. Og með þessu fyrirkomulagi vonumst við til að svartími eftir sýnatöku styttist. Þannig bætum við þjónustuna á sama tíma og skilvirkni eykst,“ segir Þorbjörg.

https://youtu.be/2-ftSESdsds


Öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Velunnarar félagsins, viðskiptavinir netverslunar og aðrir stuðningsaðilar sem leggja baráttunni gegn krabbameini lið, gera Krabbameinsfélaginu mögulegt að búa starfseminni besta mögulega tækjakost til að stuðla að fyrsta flokks þjónustu.​


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?