Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. apr. 2019

Ný smásjá ígildi eins starfsmanns

Frumurannsóknastofa Krabbameinsfélagsins hefur tekið til notkunar tölvustýrða smásjá sem býður upp á nýja tækni í skoðun á leghálssýnum. Rannsóknarstofan skoðar öll slík sýni sem tekin eru á landinu í þeim tilgangi að skima fyrir leghálskrabbameini.

Nýja tæknin er felst í því að smásjáin skannar hvert sýni og velur 22 hnit, eða GPS punkta út frá ákveðnum algoritma sem búið er að þróa. Starfsmaður rannsóknarstofunnar skoðar svo punktana og ákveður hvort sýnið sé neikvætt eða þurfi frekari skoðun lífeindafræðings eða meinafræðings.

Tækið kom til landsins í byrjun árs og með þessari tækni er skoðunarferli hraðað til muna. Í gegnum nýju vélina fara nú allt að 100 sýni á dag og hún er ígildi starfsmanns í fullu starfi að sögn Þorbjargar Jónsdóttur, deildarstjóra frumurannsóknastofunnar.

Bætt þjónusta felst í auknum hraða

„Þetta er mikill munur fyrir okkur og tækið hjálpar óneitanlega upp á afgreiðslu sýnanna, sérstaklega þegar koma kúfar eins og þegar við fáum sýni send úr hópskoðunum úti á landi. Og með þessu fyrirkomulagi vonumst við til að svartími eftir sýnatöku styttist. Þannig bætum við þjónustuna á sama tíma og skilvirkni eykst,“ segir Þorbjörg.

https://youtu.be/2-ftSESdsds


Öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á fjárframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Velunnarar félagsins, viðskiptavinir netverslunar og aðrir stuðningsaðilar sem leggja baráttunni gegn krabbameini lið, gera Krabbameinsfélaginu mögulegt að búa starfseminni besta mögulega tækjakost til að stuðla að fyrsta flokks þjónustu.​


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?