Björn Teitsson 29. apr. 2021 : Sólarvarnir leikskólabarna: þetta þarftu að vita

Eitt af markmiðum Krabbameins­félagsins er að fækka þeim sem fá krabbamein með öflugum forvörnum. Sólarvarnir skipta miklu máli fyrir alla og sérstaklega fyrir börn, sem eru viðkvæmari fyrir sólargeislum, en skaði af völdum sólar getur leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni.

Ása Sigríður Þórisdóttir 29. apr. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Á afmælisárinu ætlum við að birta 70 myndir eða myndskeið af fólki sem hefur komið við sögu í baráttunni gegn krabbameinum í 70 ára sögu félagsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er eitt af 70 andlitum Krabbameinsfélagsins.

Björn Teitsson 28. apr. 2021 : Rúmlega 500 sokkar til verkefna Rauða krossins

Skjólstæðingar mannúðarverkefna Rauða krossins á Íslandi fá nýja sokka í sumargjöf frá Krabbameinsfélaginu. Um er að ræða litríka Mottumarssokka sem vekja vonandi lukku enda fátt þægilegra en að smeygja sér í nýja sokka. 

Björn Teitsson 27. apr. 2021 : Síðasta tækifæri til að taka þátt í Áttavitanum

Áttavitinn er umfangsmikil rannsókn um hagi og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á Íslandi. Markmiðið er að finna leiðir til að bæta meðferðarferlið fyrir bæði krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. 

Björn Teitsson 23. apr. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Þorgrímur Þráinsson

Krabbameinsfélagið fagnar 70 ára afmæli í ár og af því tilefni ætlum við að birta myndir eða myndskeið af 70 andlitum sem tengjast hvort heldur félaginu eða baráttunni gegn krabbameinum á undanförnum sjö áratugum. 

Björn Teitsson 21. apr. 2021 : Mataræði skiptir máli - Langa „en papillote“

Ragnar Eiríksson er einn fremsti matreiðslumeistari okkar Íslendinga. Hann hefur sem slíkur hlotið fyrir Michelin-stjörnu, sem er einn mesti heiður sem kokki getur hlotnast. Hér er frábær uppskrift að bakaðri löngu í umslagi.

Björn Teitsson 8. apr. 2021 : Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Björn Teitsson 7. apr. 2021 : „Þetta er ekki aðeins til hins verra.“ Jens Pétur Jensen í Segðu mér á Rás 1

Jens Pétur Jensen fór að finna fyrir óvenjulegum verkjum en hugsaði ekki mikið út í þá. Hann fór sjaldan til læknis og kveinkaði sér aldrei. En þetta var krabbamein. Frá greiningu hefur Jens hins vegar sett sér ákveðin markmið og ákvað að sjá ljósið í myrkrinu. 

Björn Teitsson 6. apr. 2021 : Covid-19 og nýgengi krabbameina - grein í Læknablaðinu

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins má finna grein sem er meðal annarra skrifuð af sérfræðingum sem starfa við rannsókna -og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?