Björn Teitsson 8. apr. 2021

Mottumarsherferðin frá 2020 tilnefnd til Lúðursins

  • KRA_MM2020_krabb-is_banner-hreyfing_1000x538_at2x

Mottumarsherferðin frá 2020, þar sem Laddi hvatti þjóðina til að hreyfa sig með dyggri aðstoð góðra manna, hefur verið tilnefnd til Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga í flokki samfélagsauglýsinga. 

Það var okkar ástkæri Laddi sem var sögumaðurinn í eftirminnilegri auglýsingu Mottumars ársins 2020. Hann notaðist þar við gamlan smell úr eigin ranni, Súperman frá árinu 1983, en í þetta sinn sunginn með nýjum texta sem ætlað var að hreyfa við þjóðinni. 

Laddi fór fyrir stjörnum prýddum hópi karla sem kynntu til leiks Heilsuráð Mottumars. Þeir kenndu þjóðinni að drepa í [sígarettunni], minnka [áfengis]sullið, maka sólarvörn, fá sér göngutúr, taka skriðsund, dansa og hreyfa sig á fjölbreyttan hátt, borða rétt, drekka vatn, sofa vel, tékka á sér [vera vakandi fyrir breytingum á líkamanum] og klóra sér í pungnum [þreifa eftir hnút í eista]. Þetta eru helstu þættirnir sem geta komið í veg fyrir 30-50% krabbameina og gert það að verkum að krabbamein greinist snemma og hefur hvað bestar horfur.

Það var Brandenburg sem sá um framleiðslu auglýsingarinnar og herferðarinnar en samstarf stofunnar við Krabbameinsfélagsins hefur reynst einstaklega árangursríkt. Hafa Mottumarsherferðirnar hlotið alls sex Lúðra á síðustu sex árum og hafa þær frá því að fyrstu herferðinni var hleypt af stokkunum árið 2011 alls hlotið 20 tilnefningar til Lúðursins! 

Nú er að krossa putta og vona að sjöundi Lúðurinn detti í hús í Skógarhlíðina. 


https://www.youtube.com/watch?v=hGZ-wLVGUec

Fleiri nýjar fréttir

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?