Guðmundur Pálsson 27. des. 2023 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins 2023 - útdráttur

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins og eru vinningstölur nú aðgengilegar hér. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabba­meins­félagsins að Skógarhlíð 8, sími 540 1900. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 10. janúar nk.

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2023 : Sérstök stærri úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins

Styrkir til rannsókna á krabbameinum í börnum og unglingum og aðhlynningar krabbameinssjúkra barna. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2024.

Ása Sigríður Þórisdóttir 20. des. 2023 : Átt þú miða? Dregið á aðfangadag

Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Vinningsnúmer verða birt á heimasíðu Krabbameinsfélagsins síðdegis þann 27. desember og í Morgunblaðinu þann 28. desember. Sölu lýkur kl.12:00 þann 24. desember.

Ása Sigríður Þórisdóttir 19. des. 2023 : Opnunartími yfir jól og áramót

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður að mestu hefðbundin yfir hátíðirnar. Vekjum sérstaka athygli á að afgreiðsla vefverslunar og jólahappdrættis verður opin á Þorláksmessu frá 10:00 - 16:00 og aðfangadag frá kl. 09:00 til kl. 12:00.

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. des. 2023 : Töfrandi jólaleyniskógur bar sigur úr býtum

Það er óhætt að segja að hollustan, hugmyndaflugið og litagleðin hafi ráðið ríkjum í jólaleik Krabbameinsfélagsins sem haldinn var í samstarfi við Banana og Hagkaup. Úrslit voru kynnt í Hagkaup Smáralind um helgina þar sem keppendur settu grænmeti, ávexti og ber í jólalegan og skemmtilegan búning. Sjón er sögu ríkari. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. des. 2023 : Metta Sport styrkir Bleiku slaufuna um 1.432.064 kr.

Metta Sport styrkir Bleiku slaufuna um 1.432.064 krónur. Krabbameinsfélagið þakkar Metta Sport og viðskipavinum kærlega fyrir stuðninginn, hann skiptir svo sannarlega máli.

Anna Margrét Björnsdóttir 5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Ása Sigríður Þórisdóttir 5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Anna Margrét Björnsdóttir 4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Síða 1 af 10

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?