© Mats Wibe Lund

Eldri starfsemi

Starfsemi 2016-2017

Starfsemi félagsins hefur að mestu leyti verið bundin við sölu minningarkorta og merkjasölu á starfssvæði félagsins. Minningarkort Krabbameinsfélagsins er auglýst í auglýsingablaðinu Skeglan, sem dreift er á starfssvæði okkar, þar er vakin athygli á félaginu og bent á Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands.

Aðalfundur félagsins var haldin á Kópaskeri haustið 2016. Stefanía Gísladóttir lét af formennsku þar sem hún flutti til Reykjavíkur.

María Hermundsdóttir.

Starfsemi 2015-2016

Starfsemi félagsins hefur að mestu leyti verið bundin við sölu minningarkorta og merkjasölu á starfssvæði félagsins. Minningarkort Krabbameinsfélagsins er auglýst í auglýsingablaðinu Skeglan, sem dreift er á starfssvæði okkar, þar er vakin athygli á félaginu og bent á Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands.

Aðalfundur félagsins 2015 var haldinn á Þórshöfn. Jóhanna S. Kristjánsdóttir frá Reyklaus.is flutti erindi um skaðsemi tóbaks. Var það mjög áhugavert og var ákveðið að fá hana til að vera með erindi á Kópaskeri og Raufarhöfn.

Formaður sótti aðalfund Krabbameinsfélags Íslands í maí 2015.

Stefanía V. Gísladóttir.

Starfsemi 2014-2015

Starfsemi félagsins hefur að mestu leyti verið bundin við sölu minningarkorta og merkjasölu á starfssvæði félagsins. Minningarkort Krabbameinsfélagsins eru auglýst í auglýsingablaðinu Skeglunni, sem dreift er á starfssvæði okkar, þar er vakin athygli á félaginu og bent á Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands.

Haldnir voru kynningarfundir á Þórshöfn og á Kópaskeri. Formaður og gjaldkeri sóttu aðalfund og formannafund Krabbameinsfélags Íslands.

Stefanía V. Gísladóttir. 


Var efnið hjálplegt?