Deildin í dag

Deildin er staðsett í elsta hluta Landspítala í húsnæði sem hvorki hentar vel fyrir starfsemina eða er nægjanlega stórt. Húsnæðið er í dag 550m2 en húsnæðisþörfin er metin 820m2 til ársins 2030.

  • Húsnæðisþörf deildarinnar til 2030 er metin 820m2
  • Aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur er ófullnægjandi. Þrengsli eru mikil og lítið næði.
  • Starfsmannaaðstaða er þröng og lítil og svigrúm til teymisvinnu er takmarkað.
  • Erfitt er að framfylgja sóttvarnarráðstöfunum sem er ekki gott þegar viðkvæmir sjúklingahópar eiga í hlut.
  • Ekki er gert ráð fyrir að dagdeild krabbameinslækninga verði í nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut.  
  • Krabbameinsmeðferð tekur á. Við þurfum að gera allt sem hægt er til að fólk haldi sem bestri heilsu í gegnum hana og að henni lokinni. Til þess þarf aðstaða að vera fyrsta flokks, sjúklingum, aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki til góða.

  • Góð aðstaða laðar að sérhæft starfsfólk. Aðstaða þarf að standast samanburð við það sem best gerist erlendis.

  • Góð aðstaða skapar möguleika á auknu þverfaglegu samstarfi, betri upplýsingagjöf til sjúklinga, samtala í næði og svo mætti lengi telja.

  • Til að tryggja áframhaldandi góðan árangur og enn betri þarf aðstaðan að vera fyrsta flokks.

 


Leysum málið – lausnin er til!