Vandinn vex hratt

Á næstu 20 árum mun komum á dag- og göngudeild fjölga um 40 – 50%.

Íslensku þjóðinni fjölgar og aldurssamsetning hennar breytist. Með hækkandi aldri fjölgar krabbameinum.

Áætlun gerir ráð fyrir 28% fjölgun tilfella á næstu 15 árum. Stór hluti sjúklinga mun þurfa meðferð á dagdeildinni.

Auknum fjölda fólks á lífi eftir greiningu krabbameins fylgir aukin meðferð og eftirlit.

  • Fjöldi á lífi í árslok 2019 = 15.874
  • Áætlaður fjöldi á lífi í árslok 2027 = 20.000 (Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknar- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins).

Íslenska krabbameinsáætlunin

Stjórnvöldum er kunnugt um vandann og um hann er fjallað í íslensku krabbameinsáætluninni. Þar kemur m.a. fram að:

„Þjónustu við einstaklinga með krabbamein er ógnað vegna skorts á mannafla og fullnægjandi aðbúnaði.” – við getum breytt þessu.

„Húsnæði legu-, dag- og göngudeilda er úr sér gengið, of lítið fyrir nauðsynlega þjónustu og víðast skortur á einrými ásamt viðunandi aðstöðu sem mætir öryggi sjúklinga. Setja verður þessa stöðu í samhengi við þá staðreynd að fjölgun nýgreindra einstaklinga með krabbamein er fyrirsjáanleg”. – við getum breytt þessu.

„Aðstaða er talin langt undir ásættanlegum mörkum, einkum vegna þröngra og að öðru leyti úreltra húsakynna á bæði legu-, dag- og göngudeildum. Skortur á viðeigandi húsnæði hamlar einnig þróun dag- og göngudeildarþjónustu.” – við getum breytt þessu.



Leysum málið – lausnin er til!