Erlent samstarf

Erlend samvinna beinist að rannsóknum, fræðslu og stuðningi við sjúklinga. Ár hvert er styrkjum úr rannsókna- og verkefnasjóðum Norræna krabbameinssambandsins úthlutað og hafa margir íslenskir vísindamenn notið góðs af því.

Krabbameinsfélag Íslands gerðist aðili að Alþjóða krabbameinssambandinu (UICC) árið 1952 og á einnig aðild að Evrópusambandi krabbameinsfélaga (ECL) og Norræna krabbameinssambandinu (NCU). Þá tekur Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands þátt í norrænu samstarfi krabbameinsskráa (ANCR).

Krabbameinsfélag Íslands hefur verið með í samtökum norrænna krabbameinsfélaga, Nordic Cancer Union (NCU), frá upphafi.
Félögin, sem mynda NCU eru nú auk Krabbameinsfélag Íslands, danska félagið Kræftens Bekæmpelse, norska félagið Kreftforeningen, sænska félagið Cancerfonden, finnska félagið Syöpajajestöt og færeyska Krabbameinfélagið.
Samtökin hafa lagt mikla áherslu á að styðja vísindarannsóknir á krabbameinum, en láta einnig til sín taka varðandi ýmis málefni sjúklinga. Ár hvert er úthlutað styrkjum úr rannsókna- og verkefnasjóðum Norræna krabbameinssambandsins og hafa margir íslenskir vísindamenn notið góðs af því.
Viðfangsefni og markmið félaga innan samtakana eru að mörgu leyti lík, en áherslur mismiklar eftir verkefnum. Krabbameinsfélag Íslands rekur Krabbameinsskrána, rannsóknir, fræðslu og stuðningi við sjúklinga, auk hefðbundinna verkefna sjúklingafélaga.
Fyrstu árin voru sameiginlegir fundir haldnir annað hvert ár, en gagnsemi þeirra varð fljótt ljós þátttökufélögunum og árlegir fundir tóku við, og síðar nokkrir fundir á ári. Fundir NCU eru nú nokkrir árlega og töluvert samstarf milli funda, formlegt og óformlegt. Hvert land gegnir formennsku í þrjú ár í einu, og heldur utan um öll verkefni samtakanna þau ár. Ísland gegndi forystu í samtökunum árin 2015-2018.

Norrænu krabbameinsfélögin:

Önnur krabbameinsfélög:


Var efnið hjálplegt?